Lífið

Fjöldi góðra gesta

sigríður thorlacius Fjöldi góðra gesta kemur við sögu á útgáfutónleikum Sigríðar og Heiðurspiltanna.
fréttablaðið/arnþór
sigríður thorlacius Fjöldi góðra gesta kemur við sögu á útgáfutónleikum Sigríðar og Heiðurspiltanna. fréttablaðið/arnþór

Fjöldi góðra gesta kemur við sögu á útgáfutónleikum Sigríðar Thorlacius og Heiðurspilta í Austurbæ í kvöld. Þar verður fagnað útkomu plötunnar Á Ljúflingshól sem er samsafn laga Jóns Múla Árnasonar við texta bróður hans Jónasar.

Faðir þeirra Sigurðar Guðmundssonar úr Hjálmum og Guðmundar Óskars úr Hjaltalín mun koma fram á tónleikunum og þar að auki verður Ragnheiður Ásta, þula og ekkja Jóns Múla Árnasonar, sérstakur heiðursgestur.

Einnig verður leikkonan Guðrún Ásmundsdóttir í hlutverki sögumanns en hún og bræðurnir voru miklir félagar og hefur hún því frá mörgu að segja. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21 og aðgangseyrir er 2.500 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.