Íslenski boltinn

Jankovic fékk rautt spjald í leikslok

Sólmunur Hólm Sólmundarson skrifar
Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkur.
Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkur. Mynd/Vilhelm
Grindvíkingar voru afar ósáttir við Þorvald Árnason dómara í lok leiks þeirra gegn Fjölni í kvöld. Fyrirliðinn Orri Freyr Hjaltalín hafði á orði að dómarinn hefði dæmt á móti þeim „eins og hann fengi borgað fyrir það".

Þjálfari Grindvíkinga, Milan Stefán Jankovic var ekki síður ósáttur við frammistöðu Þorvaldar. Að leik loknum mun hann hafa komið að máli við Þorvald og lauk þeim samskiptum með því að Þorvaldur gaf þjálfaranum rauða spjaldið.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jankovic fær að líta rauða spjaldið eftir orðaskipti við dómara. Skemmst er að minnast þess þegar hann fékk að líta rauða spjaldið hjá Garðari Erni Hinrikssyni í lok leiks Fram og Grindavíkur síðasta sumar. Var það fyrir að tala til Garðars á móðurmáli sínu. Síðar sagðist Jankovic hafa verið að þakka honum fyrir leikinn. Hvort það sama hafi verið uppi á teningnum hjá honum í kvöld er óvitað með öllu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×