Erlent

Pakistanar afsala sér yfirráðum yfir héraði til Talibana

Frá Lahore höfuðborg Pakistan.
Frá Lahore höfuðborg Pakistan.
Ríkisstjórn Pakistans hefur afsalað sér yfirráðum yfir fjölmennu héraði í landinu í hendur Talibana. Óttast er að það sé aðeins byrjunin á yfirráðum þeirra.

Talibanar hafa í tvö ár háð vopnaða baráttu fyrir yfirráðum í Swat héraði þar sem býr um ein og hálf milljón manna. Í dag gafst ríkisstjórnin upp fyrir þeim og undirritaði samkomulag um að þar skuli nú gilda sharia lög múslima.

Þau fela meðal annars í sér að konum er meinað að mennta sig. Ríkisstjórnin vonar að þetta verði til þess að friða talibana en þeir eru þegar byrjaðir að senda hersveitir til nærliggjandi héraða. Óttast er að þetta sé aðeins byrjunin á yfirtöku þeirra á Pakistan.

Þing Pakistans þrýsti mjög á Asif Ali Zaedari forseta að undirrita skjalið. Undirritunin er talin mikill sigur fyrir herskáa múslima í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×