Innlent

Áhrif efnahagshrunins hafa hitt okkur illa

Illugi Gunnarsson
Illugi Gunnarsson

Illugi Gunnarsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður sagði á opnum Borgarafundi í beinni útsendingu Sjónvarpsins í kvöld að það væri ekkert launungamál að áhrifin af efnahagshruninu hafi hitt flokkinn mjög illa. Fólk líti svo á að það hafi gerst á þeirra vakt. Hann sagði flokkinn hafa átt erfitt með að koma sínum málefnum á framfæri sem væri í sjálfu sér skiljanlegt.

Samkvæmt nýrri könnun Rúv og Morgunblaðsins um fylgi flokkanna tapar Sjálfstæðisflokkurinn tveimur þingmönnum í kjördæmi Illuga.

„Auðvitað sjá allir að áhrifin af efnahagshruninu hafa hitt okkur mjög illa og það er ekkert launingamál. Mér finnst við hinsvegar hafa átt undir högg að sækja með að koma okkar málefnum á framfæri til þjóðarinnar. Í sjálfu sér er það skiljanlegt því fólk segir að þetta hafi gerst á okkar vakt, þá ásamt Samfylkingu og Framsóknarflokknum," sagði Illugi.

Hann var einnig spurður hvort honum hefði fundist í lagi að þiggja styrkina tvo frá FL Group og Landsbankanum árið 2006.

„Nei mér finnst það ekki. Þetta eru of háar tölur en ég vil taka undir það að það skiptir miklu máli að það var gengið í það, og Sjálfstæðisflokkurinn hafið um það forgöngu, að setja reglur um fjármál flokkanna. Þær reglur voru til mikilla bóta og við sjáum strax afleiðingar þeirra í betra stjórnmálaumhverfi."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×