Innlent

Ákærð fyrir að stela 35 milljónum króna undan skatti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Málið er flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Málið er flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Ríkislögreglustjóri hefur ákært par á sjötugsaldri, sem grunur leikur á að hafi haldið undan virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda, samtals að upphæð 35 milljónum króna, við rekstur einkahlutafélags þeirra.

Þá er parið grunað um að hafa ekki skilað virðisaukaskattskýrslum og skilagreinum vegna staðgreiðslu opinberra gjalda.

Meint brot eru talin hafa átt sér stað á seinni hluta ársins 2007 og á fyrri hluta ársins 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×