Innlent

Sr. Gunnar fær ekki að ferma

Séra Gunnar snýr aftur til starfa 1. júní næstkomandi.
Séra Gunnar snýr aftur til starfa 1. júní næstkomandi.
Biskupsstofa hefur ákveðið í samráði við sr. Gunnar Björnsson, sóknarprest í Selfossprestakalli, að hann taki við embætti sínu 1. júní en ekki 1. maí eins og áður hafði verið tilkynnt. Settur sóknarprestur, sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, mun þjóna prestakallinu út maí og annast fermingar sem áformaðar eru í maí.

Fréttablaðið greindi frá því fyrr í október að sóknarnefnd Selfosskirkju hafi ritað biskupi Íslands bréf og óskað eftir því að séra Gunnar snúi ekki aftur til starfa við kirkjuna.

Eysteinn Ó. Jónasson, formaður nefndarinnar sagði þá við Fréttablaðið að bréfið hafi raunar verið ritað og sent biskupi í desember síðastliðnum eftir að sýknudómur féll í héraði vegna ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn sóknarbörnum. Bréfið hafi verið merkt trúnaðarmál og beðið um að það yrði ekki opnað nema ef Hæstiréttur sýknaði Gunnar einnig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×