Innlent

Góður gangur á kolmunnaveiðunum yfir páskana

Kolmunnaveiðar skipa HB Granda gengu vel um páskana að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs félagsins.

Fjallað er um málið á vefsíðu HB Granda. Þar segir að skipin séu að veiðum syðst í færeysku lögsögunni og nemur heildarafli þeirra á árinu 18.400 tonnum. Þar með á aðeins eftir að veiða um 5.800 tonn af kolmunnakvóta félagsins.



Faxi RE kom með fullfermi af kolmunna til Vopnafjarðar á páskadag og er skipið nú að koma á miðin að nýju. Ingunn AK kom í morgun til Vopnafjarðar með fullfermi og von er á Lundey NS með fullfermni þangað á morgun.

Það er því nóg að gera hjá starfsmönnum fiskmjölsverksmiðjunnar á Vopnafirði um þessar mundir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×