Erlent

Fogh beygði af í kveðjuræðu

Með tár í augum og titrandi röddu kvaddi Anders Fogh Rasmussen, sem nú er fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, samstarfsfólk sitt í forsætisráðuneytinu í dag. Rasmussen hefur farið fyrir ráðuneytinu í sjö ár og hrósaði hann öllu starfsfólki sínu fyrir vel unnin störf í dag.

„Þá er stundin runnin upp," sagði Anders Fogh Rasmussen sem beygði af og þurfti að ræskja sig svo mikið að hann sá sig tilneyddan til að biðjast afsökunar á því. „Ég er hræddur um að ég eyðileggi karlmennskuímynd mína," sagði Fogh og hélt síðan áfram ræðu sinni. „Sú stund er komin sem allir forsætisráðherrar þurfa að upplifa, að segja bless," sagði Rasmussen.

Anders Fogh Rasmussen var skipaður framkvæmdastjóri NATO í gær. Lars Løkke Rasmussen, flokksbróðir hans úr Venstre, hefur tekið við embætti forsætisráðherra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×