Lífið

Heilbrigðisþjónusta Stöðvar 2

The Doctors eru glænýir spjallþættir framleiddir af Opruh Winfrey.
The Doctors eru glænýir spjallþættir framleiddir af Opruh Winfrey.

Stöð 2 mun frá og með deginum í dag bjóða áskrifendum uppá daglega vitjun frá eftirsóttustu læknum í Bandaríkjunum. 

The Doctors eru glænýir spjallþættir framleiddir af Opruh Winfrey þar sem fjórir framúrskarandi læknar - sérfræðingar á fjórum ólíkum sviðum - veita afar aðgengilegar og gagnlegar upplýsingar um þau heilsufarsmál sem hvað helst brenna á okkur. Þátturinn hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum síðastliðinn vetur og verður sýndur í dagdagskrá Stöðvar 2 fimm daga vikunnar. 

Dr. Travis Stork er einn fremsti sérfræðingur Bandaríkjanna í almennu heilbrigði og hvernig best sé að temja sér hollari lífstíl. Barnalækningar er sérfræðigrein Dr. James M. Sears. Dr. Lisa M. Masterson er einn eftirsóttasti læknir á sínu sviðum sem eru kvensjúkdómalækningar, kynfræðsla, ófrjósemi, barneignir og fjölskylduráðgjöf og Dr. Drew P. Ordon er annálaður lýtalæknir.

Leitið ekki langt yfir skammt. Læknarnir á Stöð 2 vita ráð við öllum okkar meinum - og gott betur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.