Innlent

Sniffari sprengdi bíl í loft upp

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Gaskútur. Mynd úr safni.
Gaskútur. Mynd úr safni. Mynd/Arnþór

Ungur maður brann talsvert í andliti og á höndum í gassprengingu rétt fyrir utan Akranes klukkan rúmlega þrjú aðfaranótt mánudags. Drengurinn hafði komið sér fyrir í bíl sínum með níu kílóa gaskút og verið að sniffa þegar hann ákvað að kveikja sér í sígarettu með fyrrgreindum afleiðingum. Mildi þykir að ekki hafi orðið dauðaslys.

Samkvæmt fréttavefnum Skessuhorn var sprengingin svo öflug að bíllin var í tætlum á eftir, hurðin farþegamegin rifnaði af og þeyttist tvo metra í burtu, afturrúðan flaug 25 metra frá bílnum og afturhlutinn rifnaði af honum með ljósabúnaði og öllu.

Að sögn lögreglu hafði drengurinn sjálfur samband og bað um aðstoð. Hann var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsi bæjarins og er enn rúmliggjandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×