Innlent

Vegurinn yfir Spengisand skraufþurr

Vegurinn yfir Sprengisand er orðinn svo þurr að mikill rykmökkur stígur upp í kjölfar bíla sem aka þar um. Kveður svo rammt að rykinu að þar drapst á bíl í gær því loftsían að vélinni var orðin mettuð af ryki. Björgunarsveitarmenn úr hálendiseftirliti Landsbjargar komu ökumanninum til hjálpar og hreinsuðu síuna. Þeir hafa einnig þurft að gera við dekk hjá allnokkrum vegfarendum og um helgina drógu þeir upp rútu skammt frá Nýja-Dal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×