Innlent

Kveikt í hjólabrettapalli við Árbæjarskóla

Kveikt var í hjólabrettapalli við Árbæjarskóla á tíunda tímanum í gærkvöldi og logaði þar eldur þegar slökkviliðið kom á vettvang. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og nálæg mannvirki voru ekki í hættu. Brennuvargurinn er ófundinn. Sömuleiðis sá sem kveikti í gömlum bíl á geymslusvæði við Esjumela í nótt. Hann brann til kaldra kola.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×