Innlent

Segja Reykjanesbæ hugsnalega tapa fimm milljörðum á HS-sölu

Hitaveita Suðurnesja.
Hitaveita Suðurnesja.

Meirihluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í kvöld að selja hlut sveitarfélagsins í HS Orku til Geysis Green Energy (GGE). Þá hefur meirhlutinn einnig samþykkt að kaupa hlut GGE í HS Veitum.

 

Kjörnir fulltrúar A-listans lýsa sig mótfallna þessum viðskiptum og vilja meðal annars meina að bæjarstjórn verði hugsanlega af fimm milljörðum með sölunni. Það byggja þeir á mati sem á að hafa verið unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og Hafnarfjarðarbæ.

 

Mikil átök hafa verið um söluna en áætlað er að Reykjanesbær fái ellefu milljarði fyrir söluna.

 

Minnihlutinn kaus gegn þessu og samþykkti bókun sem má finna hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×