Innlent

Leggjast gegn algjörri fiskfriðun og tengdum áróðri

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Þessir verða ekki friðaðir úr þessu.
Þessir verða ekki friðaðir úr þessu. Mynd/GVA

Fjögur félög sjómanna, skipsstjóra og stýrimanna í Vestmannaeyjum hafa sent frá sér ályktun þar sem þau mótmæla niðurskurði á kvóta. Þau skora á Jón Bjarnason að endurskoða ákvörðun um leyfilegan hámarksafla fyrir næsta fiskveiðiár.

Sérstaklega er gagnrýndur niðurskurður á ýsukvóta, sem félögin telja of sveiflukenndan. Þá telja þau skerðinguna á ufsakvótanum of mikla og segja nær ómögulegt að mæla þann stofn „[...] sem er flökkustofn eins og allir sjómenn vita."

„Sjávarútvegurinn gegnir lykilhlutverki í endurreisn hagkerfisins og er það mikið atriði að menn nái að nýta auðlindina sem best og hagkvæmast með sjálfbærni í huga. Varast skal hugmyndir sem lúta að algerri fiskfriðun og áróðri tengdri slíkri stefnu. Við höfum ekki efni á því!" segir að lokum í ályktuninni.

Félögin sem standa að ályktuninni eru Útvegsbændafélag Vestmannaeyja, Sjómannafélagið Jötunn, Útvegsbændafélagið Heimaey og Skipsstjóra og stýrmannafélagið Verðandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×