Innlent

Keyrði dópaður og átti helling af grasi

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Upptæk kannabisefni. Mynd úr safni.
Upptæk kannabisefni. Mynd úr safni. Mynd/STAND
Tuttugu og eins árs gamall Akureyringur var í gær dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi, til sjötiu þúsund króna sektar og ökuleyfissviptingu fyrir fíkniefnabrot.

Pilturinn hafði ekið bíl um Akureyrarbæ undir áhrifum fíkniefna í janúar. Þá var hann með tæp 10 grömm af grasi í bílnum, en við húsleit hjá félaga hans fundust tæp 100 grömm af efninu að auki í sameiginlegri vörslu þeirra.

Dómurinn féll fyrir héraðsdómi Norðurlands eystra, en drengurinn greiddi einnig sakarkostnað vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×