Innlent

Sigmundur vill að blaðamenn komist á starfslaun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigmundur Ernir leggur til að blaðamenn fái starfslaun frá hinu opinbera. Mynd/ GVA.
Sigmundur Ernir leggur til að blaðamenn fái starfslaun frá hinu opinbera. Mynd/ GVA.
Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill að blaðamenn eigi tækifæri á að fá greidd starfslaun hins opinbera, líkt og sumir listamenn fá greidd.

Sigmundur segist vera ánægður með það sem DV hefur gert undanfarna daga við að upplýsa land og þjóð um útrásarglæfrana. „Þögnin um brennuvarga bankakerfisins á svokölluðum "stórum blöðum" þessa lands er næsta grátbrosleg. Eru krosseignatengslin þar enn að þvælast fyrir mönnum? Auðvitað er það eðlileg spurn," segir Sigmundur Ernir á vefsíðu sinni.

„Ég legg til að blaðamenn, rétt eins og listamenn, komist á starfslaun hins opinbera - og fái skjól til að skrifa sig inn í þessar einar mestu svikamyllur Íslandssögunnar. Það á að hefja blaðamennsku á þann stall sem henni ber. Allt eins má líka hugsa sér borgarblaðamann, rétt eins og borgarlistamann, svo rótað sé enn betur í þeim viðkvæma ranni. Það er nefnilega svo að í menningarlegu samhengi skiptir metnaðarfull, ágeng og ábyrg blaðamennska sköpum fyrir inntak umræðunnar í hverju landi, svo og sjálfsmynd þjóða," segir Sigmundur Ernir á vefsíðu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×