Innlent

Leita loðnu sem aldrei fyrr

Tvö skip eru byrjuð loðnuleit út af Suðurströndinni ásamt hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni og tvö til viðbótar eru á leið til leitar.

Frá og með deginum í dag verður skipunum heimilt að veiða allt að 15 þúsund tonn af loðnu við þessa leit. Það er ekki nema lítið brot af venjulegri vertíð, því á meðalgóðri vertíð veiðast 700 til 800 þúsund tonn. Töluvert sást af loðnu austur af Ingólfshöfða í gærmorgun en lítið hefur fundist í nótt. Sjómenn binda þó vonir við að hún finnist alveg upp undir fjörunni og að þá verði hægt að gefa út kvóta fyrir vertíðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×