Innlent

Lundey NS er farin til loðnuleitar

Myndin er á heimasíðu HBGranda.
Myndin er á heimasíðu HBGranda.

Lundey NS, skip HB Granda, er farin til loðnuleitar í samráði við Hafrannsóknastofnun. Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarveiðisviðs HB Granda, mun skipið fyrst kanna svæði djúpt fyrir austan landið.

Greint er frá þessu á heimasíðu HBGranda. Þar segir að reiknað er með að skipið verði við loðnuleit næstu tvo dagana eða svo.

,,Við reiknum með því að veiða rannsóknarkvótann í næstu viku í samráði við Hafrannsókn og aðrar útgerðir. Reyndar er það trú okkar og von að kominn verði á hefðbundinn kvóti fyrir vikulok," segir Vilhjálmur.

Þess má geta að Lundey NS og Faxi RE tóku þátt í loðnuleit í samráði við Hafrannsóknastofnun í byrjun ársins. Bæði skipin eru útbúin með fjarskiptabúnaði sem gerir starfsmönnum Hafrannsóknastofnar á Skúlagötu kleift að fylgjast með því sem sést í fiskleitartækjum skipanna á hverjum tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×