Innlent

Amnesty hvetja til vopnahlés á Srí Lanka

Fórnarlömb stríðandi fylkingina á Srí Lanka. MYND/AP
Fórnarlömb stríðandi fylkingina á Srí Lanka. MYND/AP MYND/AP
Átökin á Sri Lanka halda áfram. Aðstæður almennings á átakasvæðunum fara versnandi. „Æ fleiri raddir krefjast þess nú að ríkisstjórn Sri Lanka og Tamílsku tígrarnir semji um vopnahlé," segir í tilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International.

Amnesty International hefur hvatt stríðsaðila til að semja tafarlaust um tímabundið vopnahlé og gefa almenningi kost á að flýja átakasvæðin og hjálparstofnunum tækifæri til að koma mat, vatni og læknishjálp til þeirra borgara sem ekki geta flúið.

Samtökin krefjast þess einnig að stjórnvöld á Sri Lanka tryggi að fólk sem flýr átakasvæðin sæti ekki óeðlilegum höftum á ferðafrelsi og njóti öryggis.

„Um það bil 10.000 manns frá Wanni hafa leitað skjóls á svæðum undir stjórn stjórnarhersins frá því í desember. Þeim er í raun haldið í varðhaldi, í svokölluðum velferðarþorpum og eiga á hættu ofbeldi af hálfu stjórnarhermanna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×