Lífið

Misnotuð kynferðislega sex ára

Katie Price
Katie Price

Fyrirsætan Jordan sem heitir réttu nafni Katie Price segist hafa verið misnotuðu kynferðislega þegar hún var aðeins sex ára gömul. Þetta upplýsir Jordan í viðtali við blaðamanninn Piers Morgan. Viðtalið mun vera nokkuð dramatískt og brestur fyrirsætan í grát þegar hún rifjar upp atvikið.

Þátturinn sem ber heitið Piers Morgan´s Life Stories á eftir að fara í loftið en þar lýsir hún því þegar hún var eitt sinn mynduð af perra sem unglingur. Skyndilega segir hún: „Mun verri hlutir gerðust fyrir mig þegar ég var yngri en það."

Þá lýsir hún misnotkuninni sem átti sér stað í almenningsgarði þegar hún var aðeins sex ára gömul eins og fyrr segir.

Katie Price er nokkuð stórt nafn í Bretlandi og hefur vakið nokkra athygli fyrir fyrirsætustörf og þáttöku sína í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.