Lífið

Fögnuðu hvalahryllingi

Gísli Gíslason, Júlíus Kemp, Stefán Jónsson, Helgi Björnsson og Snorri Engilbertsson voru brosmildir á frumsýningunni.
fréttablaðið/valli
Gísli Gíslason, Júlíus Kemp, Stefán Jónsson, Helgi Björnsson og Snorri Engilbertsson voru brosmildir á frumsýningunni. fréttablaðið/valli

Hryllingsmyndin Reykjavík Whale Watching Massacre var forsýnd í Bíóhöllinni Álfabakka á dögunum. Aðstandendur myndarinnar voru þar samankomnir til að fagna afrakstrinum.

Reykjavík Whale Watching Massacre segir frá hópi erlendra ferðamanna sem fer í hvalaskoðun. Þegar bátur hópsins verður vélarvana kemur hvalveiðiskip nokkuð fyrst á vettvang og eru áhafnarmeðlimir þess allt annað en hrifnir af ferðamönnum í hvalaskoðun. Með aðalhlutverk í myndinni fara Helgi Björnsson, Guðrún Gísladóttir og Stefán Jónsson. Leikstjóri er Júlíus Kemp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.