Lífið

Bróðir Michael Jackson brjálaður

Þrátt fyrir tilmæli Jackson-fjölskyldunnar um að leyfa jarðaförinni að fara fram í kyrrþey voru fjölmiðlar á staðnum í þyrlum.
Þrátt fyrir tilmæli Jackson-fjölskyldunnar um að leyfa jarðaförinni að fara fram í kyrrþey voru fjölmiðlar á staðnum í þyrlum.

Randy Jackson, ekki Idol-dómarinn heldur bróðir Michael Jackson, er æfur útí bandaríska fjölmiðla. Þeir hafa um helgina sýnt myndbrot úr jarðaför bróður hans en Jackson-fjölskyldan hafði farið fram á það við bandarísku pressuna að hún myndi sýna þeim þá virðingu að leyfa sér að kveðja sinn frægasta son sinn í kyrrþey. Einhverjir fjölmiðlar hundsuðu þessa bón og þegar Jackson var lagður til hinsu hvílu á fimmtudaginn sveimuðu þyrlur yfir Forest Lawn-kirkjugarðinum í Glendale og tóku myndir.

„Sem fjölskylda erum við mjög meðvituð um að fráfall Michael hefur snert mjög marga og það var þess vegna sem við héldum opinbera minningarathöfn. Og þess vegna sendum við út nokkrar myndir af jarðaförinni,“ sagði Jackson við blaðamenn. „Ég varð því mjög reiður þegar ég sá sjónvarpsmyndir af jarðaförinni. Við höfðum beðið fjölmiðla um að sýna okkur næði svo við gætum syrgt Michael sem fjölskylda án þess að kastljósinu væri beint að okkur.“ Jackson segir síðan að allt flug hafi verið bannað yfir kirkjugarðinum á meðan jarðaförinni stóð en einhverjir fjölmiðlar hafi hundsað það bann og sent þyrlur á vettvang. „Þetta truflaði jarðaförina,“ hélt Jackson áfram og fór auk þess á leit við sjónvarpsstöðvarnar að þær myndu hætta að sýna þessi myndbrot og eyða þeim úr safni sínu.

Í gær var síðan greint frá því á heimasíðu contactmusic.com að óséð viðtal við Jackson yrði nú birt en þar lýsir hann meðal annars yfir ást sinni á James Brown og The Bee Gees.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.