Lífið

Velja átta fjölskyldur í raunveruleikaþátt

Að sögn Þóru Bjargar verða átta fjölskyldur valdar úr innsendum umsóknum til að taka þátt í Skemmtigarðinum á Skjáeinum.fréttablaðið/GVA
Að sögn Þóru Bjargar verða átta fjölskyldur valdar úr innsendum umsóknum til að taka þátt í Skemmtigarðinum á Skjáeinum.fréttablaðið/GVA

„Ég held að við séum með á bilinu þrjátíu til fimmtíu umsóknir," segir Þóra Björg Clausen, aðstoðardagskrárstjóri Skjásins, um þáttinn Skemmtigarðinn sem fer í loftið á Skjáeinum 18. september. Umsóknarfrestur rann út í fyrradag og munu tökur hefjast í næstu viku, en í þáttunum etja átta fimma manna fjölskyldur kappi í leikjum og þrautum í Skemmtigarðinum í Grafarvogi.

„Eftir að búið er að fara yfir umsóknirnar verða fjölskyldur boðaðar í prufur og viðtöl fyrir lokaval. Við hittum fólkið og leiðum það í gegnum nokkrar auðveldar þrautir til að velja þá sem okkur þykja hæfastir til að takast á við þessi verkefni og leysa þau fyrir framan myndavélar. Margir vilja nefnilega breytast um leið og myndavélin er komin," útskýrir Þóra Björg. „Þættirnir verða átta talsins og í hverjum þætti keppa tvær fjölskyldur. Eftir fjóra þætti verða svo undanúrslit og við ljúkum þessu á úrslitaþætti þar sem tvær fjölskyldur keppa. Í fyrstu verðlaun er skipulögð ævintýraferð til Kaupmannahafnar fyrir fjölskylduna sem sigrar, en það verður ekki týpísk ferð til Köben heldur verður ýmislegt skemmtilegt skipulagt sem bíður þeirra," segir hún.

„Þetta er frábært tækifæri til að styrkja fjölskylduböndin því fyrir utan þennan leik og þrautir er þetta í leiðinni hópefli og ýmis fræðsla sem fólk fær úr þessu," bætir hún við.- ag








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.