Erlent

Októberhátíðir um allan heim

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Elke Buedenbender, eiginkona Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, skálar við gesti bjórhátíðarinnar í síðustu viku.
Elke Buedenbender, eiginkona Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, skálar við gesti bjórhátíðarinnar í síðustu viku. MYND/Reuters

Árleg októberhátíð Þjóðverja er hafin en bjórunnendur sem ekki hafa tök á að fara til Þýskalands geta heimsótt eins konar útibú hátíðarinnar víða um heim.

Hin upprunalega októberhátíð er haldin í München í Bæjaralandi hvert haust og flykkjast að jafnaði nokkrar milljónir gesta þangað til að troða sig út af þýskum pylsum, súrkáli og síðast en ekki síst bjór. Vefsíðan Travel and Leisure birtir heilmikinn lista yfir borgir víða um heim sem halda sínar eigin októberhátíðir svo áhugamenn um þennan sérstaka viðburð þurfa langt í frá að leggja land undir fót og halda til Þýskalands þó svo að aðalhátíðin fari auðvitað fram þar eins og hún hefur gert allar götur síðan 1810 en fyrsta hátíðin var haldin 17. október það ár og fagna menn því 200 ára afmæli hennar á næsta ári.

Að jafnaði sækja sex milljónir gesta hátíðina en nú verður hátíðin einnig haldin á Filippseyjum, Brasilíu, Ho Chi Minh-borg í Víetnam og meira að segja á Indlandi og í Perú. Áhugasamir geta kynnt sér málið til hlítar á síðu Travel and Leisure.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×