Atli Fannar hættir sem ritstjóri Monitor 19. ágúst 2009 07:00 Atli Fannar snýr sér að nýjum hlutum og kveður Monitor. Hér er hann með Herði Sveinssyni ljósmyndara sem var stangaður af geit á dögunum. Atli Fannar Bjarkason hættir sem ritstjóri Monitor nú um mánaðamótin. „Monitor heldur áfram í núverandi mynd. Það stendur núna yfir leit að nýjum ritstjóra. Blaðið breytist bara eins og það gerir alltaf með nýjum ritstjóra, það er ekkert verið að leggja árar í bát,“ segir Atli. „Ég er bara að breyta til. Mér bauðst annað og ákvað að stökkva á það, prófa eitthvað nýtt. Ég er búinn að vera með Monitor í eitt og hálft ár, það er búið að vera rosalega gaman og ganga mjög vel. Svo er bara gaman að halda áfram að prófa hluti.“ Auk þess að ritstýra blaðinu hefur Atli sést á Skjánum í þættinum Monitor, en hann lauk göngu sinni í síðustu viku. „Hann styrkti stöðu miðilsins mjög mikið að mínu mati. Við vorum að halda merkjum Monitor á lofti yfir sumarið þegar útgáfan er kannski ekki jafn sterk og hefur verið. Það heldur þessu vel á floti þótt árferðið sé ömurlegt.“ Stefnt er á útgáfu tveggja blaða það sem eftir er af árinu; annars í höndum Atla og hins í höndum nýs ritstjóra. Útgáfustjóri Media sem sér um Monitor, Hrefna Björk Sverrisdóttir, er einnig að hætta. „Hún er að flytja út eins og svo margir, þannig að það verður alveg ný stjórn. Það verður spennandi að sjá hvernig það kemur út. Það eru allir að hætta út af því að eitthvað annað býðst og svolítið fyndið að það skuli allt gerast á sama tíma. Það kemur svolítið furðulega út, eins og einhver hallarbylting hafi orðið, en því fer fjarri. Ég vona bara að fólk fylgist með hver taki við keflinu. Þetta er elskulegt blað í hugum margra, þannig að það er bara spenna.“- kbs Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
Atli Fannar Bjarkason hættir sem ritstjóri Monitor nú um mánaðamótin. „Monitor heldur áfram í núverandi mynd. Það stendur núna yfir leit að nýjum ritstjóra. Blaðið breytist bara eins og það gerir alltaf með nýjum ritstjóra, það er ekkert verið að leggja árar í bát,“ segir Atli. „Ég er bara að breyta til. Mér bauðst annað og ákvað að stökkva á það, prófa eitthvað nýtt. Ég er búinn að vera með Monitor í eitt og hálft ár, það er búið að vera rosalega gaman og ganga mjög vel. Svo er bara gaman að halda áfram að prófa hluti.“ Auk þess að ritstýra blaðinu hefur Atli sést á Skjánum í þættinum Monitor, en hann lauk göngu sinni í síðustu viku. „Hann styrkti stöðu miðilsins mjög mikið að mínu mati. Við vorum að halda merkjum Monitor á lofti yfir sumarið þegar útgáfan er kannski ekki jafn sterk og hefur verið. Það heldur þessu vel á floti þótt árferðið sé ömurlegt.“ Stefnt er á útgáfu tveggja blaða það sem eftir er af árinu; annars í höndum Atla og hins í höndum nýs ritstjóra. Útgáfustjóri Media sem sér um Monitor, Hrefna Björk Sverrisdóttir, er einnig að hætta. „Hún er að flytja út eins og svo margir, þannig að það verður alveg ný stjórn. Það verður spennandi að sjá hvernig það kemur út. Það eru allir að hætta út af því að eitthvað annað býðst og svolítið fyndið að það skuli allt gerast á sama tíma. Það kemur svolítið furðulega út, eins og einhver hallarbylting hafi orðið, en því fer fjarri. Ég vona bara að fólk fylgist með hver taki við keflinu. Þetta er elskulegt blað í hugum margra, þannig að það er bara spenna.“- kbs
Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira