Lífið

Jungle Drum enn á toppnum

Lagið Jungle Drum hefur slegið rækilega í gegn í Þýskalandi að undanförnu.fréttablaðið/gva
Lagið Jungle Drum hefur slegið rækilega í gegn í Þýskalandi að undanförnu.fréttablaðið/gva

Lag Emilíönu Torrini, Jungle Drum, hefur nú setið í sjö vikur samfleytt í efsta sæti þýska vinsældalistans. Lagið komst fyrst á listann 6. júní og sat þá í 12. sæti. Hinn 4. júlí komst lagið síðan á toppinn og hefur setið þar allar götur síðan. Vinsældir lagsins, sem er tekið af nýjustu plötu Emilíönu, Me and Armini, má rekja til þess er það hljómaði í hinum vinsæla raunveruleikaþætti Germany's Next Top Model.

Á meðal flytjenda sem eru fyrir neðan Emilíönu á þýska listanum, sem var síðast birtur á föstudaginn, eru Black Eyed Peas, Lady Gaga og Lily Allen.

Jungle Drum er einnig í 17. sæti yfir mest seldu smáskífulög heimsins og situr þar aðra vikuna í röð. Alls hefur lagið setið á listanum í tíu vikur og náði hæst í 13. sæti.

Emilíana er um þessar mundir á tónleikaferð um Bandaríkin. Á þriðjudag spilaði hún í Great American Music Hall í San Francisco og í kvöld verður hún í El Rey Theatre í Los Angeles. Tónleikaferð um Evrópu er síðan fyrirhuguð í september og október.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.