Innlent

Gæsluvarðhald rennur út

Tomasz Krzysztof Jagiela er einn þeirra sem situr í haldi vegna árásarinnar í Keilufelli
Tomasz Krzysztof Jagiela er einn þeirra sem situr í haldi vegna árásarinnar í Keilufelli

Gæsluvarðhald yfir sex mönnum sem grunaðir eru um alvarlega líkamsárás í Keilufelli í síðasta mánuði rennur út í dag.

Mennirnir eru grunaðir um að hafa ráðist inn í hús vopnaðir rörbútum og steypustyrktarjárnum og lúskrað á hópi manna sem var þar inni.

Að sögn Friðriks Björgvinssonar hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort krafist verðir framlengingar á gæsluvarðhaldinu. Lögreglan hefur til klukkan 16 í dag til þess að ákveða sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×