Erlent

Segir matvælaverðshækkun geta steypt milljónum í fátækt

Yfirmaður Alþjóðabankans, Robert Zoellick, segir að hækkun matvælaverðs á heimsmarkaði gæti steypt 100 milljónum íbúa þróunarlandanna í sára fátækt.

Undanfarin þrjú ár hefur matvælaverð hækkað um 83 prósent, meðal annars vegna aukinnar eftirspurnar og lélegrar uppskeru, auk þess sem sífellt stærri hluti uppskerunnar fer í að framleiða lífrænt eldsneyti.

Víða hefur komið til óeirða vegna hækkandi matvælaverðs, meðal annars á Haítí þar sem ríkisstjórnin var neydd frá völdum. Zoellick hefur hvatt til þjóðir heimsins til að stórauka framlög til þróunaraðstoðar til þeirra landa sem verst verða úti og mun Alþjóðabankinn leggja fram aðgerðaáætlun til að styrkja landbúnaðarframleiðslu í þróunarlöndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×