Hart sótt að Ólafi F í borgarstjórn 4. desember 2008 16:57 Ólafur F Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri. „Borgarráð er ekki ruslakista fyrir andlegt rusl úr þér," segir Ólafur F Magnússon að Óskar Bergsson formaður borgarráðs hafi sagt um sig á fundi borgarráðs í dag. Ólafur segir ennfremur að ýmsir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi gengið langt í aðdróttunum sínum gagnvart sér, þar sem seilst er langt út fyrir velsæmismörk á fundi borgarstjórnar fyrr í vikunni. Þetta segir hann í tilkynningu sem hann sendir fjölmiðlum nú seinni partinn. Hann segist vorkenna þessum borgarfulltrúum þar sem þeir eigi fá eða engin svör við gagnrýni sinni á sérhagsmunagæslu þeirra og forgangsröðun í þágu skammvinns ávinnings fárra fremur en langtímahagsmuna almennings. „Þegar fátt er um svör er gripið til þess ráðs að reyna að útmála andstæðinginn sem óstarfhæfan einstakling, sem skorti bæði andlegt atgervi og heilbrigði til að fást við borgarmálin. Þetta er víðs fjarri öllum sannleika og harkalegt fyrir undirritaðan, sem á að baki náms- og starfsferil, sem sannar hið gagnstæða, en erfitt er að fást við kerfisbundnar rangfærslur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og bakhjarla þeirra á fjölmiðlum og meðal auðmanna," segir Ólafur. Hann segir þó að enginn komist með tærnar þar sem borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, Óskar Bergsson, hafi hælana í rætnum og lágkúrulegum ummælum á vettvangi borgarstjórnar og borgarráðs. Á fundi borgarstjórnar í fyrradag hafi hann enn einu sinni slegið öll fyrri met í þeim efnum. Í kjölfar þess lagði Ólafur F fram svohljóðandi bókun í borgarráði í dag: „Ég mótmæli harðlega framkomu og ummælum Óskars Bergssonar, formanns borgarráðs, í minn garð á síðasta borgarstjórnarfundi, þar sem hann enn einu sinni slær öll fyrri met í lágkúru á vettvangi borgarstjórnar og borgarráðs. Dylgjur hans um persónu mína og einkalíf eru byggðar á gróusögum, sem þáverandi tilvonandi borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir, bar á borð fyrir mig á fundi með mér í Ráðhúsinu 13. ágúst sl. Þar krafðist hún þess að ég segði af mér sem borgarstjóri, vegna þessara gróusagna, sem eru með öllu ósannar. Hún taldi það ekki skipta neinu máli. Nóg væri að ásakanirnar kæmu fram! Ég vísa þessum dylgjum enn einu sinni á bug um leið og ég lýsi vantrausti mínu og vanþóknum á því að Óskar Bergsson gegni formennsku í borgarráði Reykjavíkur." Ólafur segir að Óskar hafi neitað að taka bókunina á dagskrá með þeim ummælum að borgarráð væri ekki ruslakista fyrir andlegt rusl úr Ólafi. „Líklega hafa önnur eins ummæli aldrei verið viðhöfð í sögu borgarráðs og eru langt út fyrir það sem ég hef kynnst á löngum ferli í borgarstjórn og borgarráði, jafnvel af hálfu Óskars Bergssonar, sem setur hvert metið á fætur öðru þessa dagana," segir Ólafur að lokum. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira
„Borgarráð er ekki ruslakista fyrir andlegt rusl úr þér," segir Ólafur F Magnússon að Óskar Bergsson formaður borgarráðs hafi sagt um sig á fundi borgarráðs í dag. Ólafur segir ennfremur að ýmsir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi gengið langt í aðdróttunum sínum gagnvart sér, þar sem seilst er langt út fyrir velsæmismörk á fundi borgarstjórnar fyrr í vikunni. Þetta segir hann í tilkynningu sem hann sendir fjölmiðlum nú seinni partinn. Hann segist vorkenna þessum borgarfulltrúum þar sem þeir eigi fá eða engin svör við gagnrýni sinni á sérhagsmunagæslu þeirra og forgangsröðun í þágu skammvinns ávinnings fárra fremur en langtímahagsmuna almennings. „Þegar fátt er um svör er gripið til þess ráðs að reyna að útmála andstæðinginn sem óstarfhæfan einstakling, sem skorti bæði andlegt atgervi og heilbrigði til að fást við borgarmálin. Þetta er víðs fjarri öllum sannleika og harkalegt fyrir undirritaðan, sem á að baki náms- og starfsferil, sem sannar hið gagnstæða, en erfitt er að fást við kerfisbundnar rangfærslur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og bakhjarla þeirra á fjölmiðlum og meðal auðmanna," segir Ólafur. Hann segir þó að enginn komist með tærnar þar sem borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, Óskar Bergsson, hafi hælana í rætnum og lágkúrulegum ummælum á vettvangi borgarstjórnar og borgarráðs. Á fundi borgarstjórnar í fyrradag hafi hann enn einu sinni slegið öll fyrri met í þeim efnum. Í kjölfar þess lagði Ólafur F fram svohljóðandi bókun í borgarráði í dag: „Ég mótmæli harðlega framkomu og ummælum Óskars Bergssonar, formanns borgarráðs, í minn garð á síðasta borgarstjórnarfundi, þar sem hann enn einu sinni slær öll fyrri met í lágkúru á vettvangi borgarstjórnar og borgarráðs. Dylgjur hans um persónu mína og einkalíf eru byggðar á gróusögum, sem þáverandi tilvonandi borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir, bar á borð fyrir mig á fundi með mér í Ráðhúsinu 13. ágúst sl. Þar krafðist hún þess að ég segði af mér sem borgarstjóri, vegna þessara gróusagna, sem eru með öllu ósannar. Hún taldi það ekki skipta neinu máli. Nóg væri að ásakanirnar kæmu fram! Ég vísa þessum dylgjum enn einu sinni á bug um leið og ég lýsi vantrausti mínu og vanþóknum á því að Óskar Bergsson gegni formennsku í borgarráði Reykjavíkur." Ólafur segir að Óskar hafi neitað að taka bókunina á dagskrá með þeim ummælum að borgarráð væri ekki ruslakista fyrir andlegt rusl úr Ólafi. „Líklega hafa önnur eins ummæli aldrei verið viðhöfð í sögu borgarráðs og eru langt út fyrir það sem ég hef kynnst á löngum ferli í borgarstjórn og borgarráði, jafnvel af hálfu Óskars Bergssonar, sem setur hvert metið á fætur öðru þessa dagana," segir Ólafur að lokum.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira