Erlent

Mannskæð árás nærri mosku í Jemen

Sex eru látnir og 35 særðir hið minnsta erftir að sprengja sprakk nærri mosku í borginni Saada í Jemen.

Sprengjan hafði verið falin í vélhjóli og sprakk hún á sama tíma og fólk var að koma frá föstudagsbænum í moskunni. Bráðaliðar og læknar eru enn á vettvangi og er óttast að tala látinna geti hækkað.

Ekki liggur fyrir hver ber ábyrgð á árásinni en róstursamt hefur verið á þessum slóðum undanfarin fjögur ár. Átök hafa verið á mili hers og uppreisnarmanna sjía sem stjórnvöld segja að vilji koma á fót klerkastjórn í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×