Innlent

Samningafundi BSRB og launanefndar ríkisins lokið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og þingmaður VG.
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og þingmaður VG.

Fyrsta formlega samningafundi BSRB og aðildarfélaga þess við launanefnd ríkisins lauk fyrir stundu hjá Sáttasemjara ríkisins. Í frétt á vef BSRB segir að samninganefnd ríkisins haldi enn fast við að samið verði til langs tíma en BSRB vilji að gengið verði hið fyrsta frá skammtímasamningi. BSRB vilji fund með ríkisstjórninni til að fá hennar sýn á stöðu mála og hvaða ráðagerðir séu fyrirhugaðar af hálfu stjórnvalda.

„Við teljum að það eigi að semja hið snarasta til skamms tíma og leggjast á eitt að kveða niður verðbólgudrauginn en það er tvímælalaust til þess fallið að stuðla að jafnvægi sem efnahagslífið þarf á að halda," segir Ögmundur Jónasson á vef BSRB.

Hann segir að BSRB hafi rétt fram höndina en ekki orðið vör við neina tilburði af hálfu ríkisstjórnarinnar að taka í þá útréttu hönd. Nú vilji BSRB fund með oddvitum stjórnarflokkanna auk þess sem fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra sitji þann fund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×