Erlent

Í staðfesta samvist með fyrrum eiginkonu sinni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Ekki fannst mynd af þeim Emmu og Lindu en hér sjást tvær konur ganga í hjónaband í United Methodist Church í Fort Worth í Texas í dag.
Ekki fannst mynd af þeim Emmu og Lindu en hér sjást tvær konur ganga í hjónaband í United Methodist Church í Fort Worth í Texas í dag. MYND/AP

Hjón í Cambridgeshire í Bretlandi létu ógilda hjónaband sitt, sem staðið hafði í rúm 30 ár, og bundust á ný í staðfestri samvist. Þetta gerðu þau í kjölfar þess að maðurinn, Martin Packer, gekkst undir aðgerð og er nú Emma Packer, löglega kyngreind sem kvenmaður í opinberum gögnum Bretlands.

Samkvæmt breskum lögum geta tveir einstaklingar af sama kyni ekki sameinast í hjónabandi. Ekki er heldur hægt að breyta hjónabandi í staðfesta samvist eða civil partnership eins og það kallast á ensku. Þau Emma og Linda Packer gripu því til framangreindra ráðstafana til að njóta allra þeirra lífeyris- og skattalegu réttinda sem hjón njóta.

Martin hefur að sögn verið óánægður með karlkyn sitt frá fjögurra ára aldri og á sextugsafmælinu ákvað hann að láta drauminn rætast og breytti þessu með tilheyrandi hormónameðferð og skurðaðgerðum.

„Við erum og höfum alltaf verið sálufélagar og bestu vinir síðan við giftum okkur árið 1977," sagði hinn fyrrverandi Martin. „Utan frá séð virðist sem við eigum í kynferðislegu sambandi og Lindu líkar það illa af því að við erum það ekki," bætti hann við en hjónin lögðu kynlíf á hilluna fyrir margt löngu.

Dagblaðið Telegraph greindi frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×