Lífið

Litli kallinn í Top Gear fær stóran launaseðil

Richard Hammond.
Richard Hammond.

Sjónvarpsstjarnan og Íslandsvinurinn Richard Hammond, sem fer á kostum í bílaþættinum Top Gear, er ekki á flæðiskeri staddur fjárhagslega. Breska blaðið The Sun greinir frá því að Hammond, eða The Hamster eins og félagar hans í þættinum kalla hann, að hann hafi nýverið leikið í sjónvarpsauglýsingu fyrir bresku verslunarkeðjuna Morrisons og fengið vel greitt fyrir.

Tökur stóðu yfir í fjóra daga og fyrir viðvikið fékk hann greitt litlar 119 milljónir króna, eða um 750 þúsund pund. Upphæðin fer því létt með að láta þau 25 þúsund pund sem Hammond fær fyrir hvern Top Gear þátt líta út eins og smápeninga. Vinur Hammonds segir í viðtali við blaðið að tilboðið hafi verið of gott fyrir Hammond til að hafna því.

„Þetta er fáránleg upphæð. Súpermódel sem segjast ekki fara fram úr rúminu fyrir minna en 10 þúsund pund á dag ættu að hugsa um að skipta um starfsvettvang. Ég býst við að hann bæti nokkrum bílum í safnið eftir þetta," segir vinurinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.