Innlent

Lést í kjölfar vinnuslyss

Karlmaður, sem hlaut alvarlega áverka þegar hann féll í gærdag úr mikilli hæð stillans á Ísafirði, lést af völdum áverka í morgun.

Maðurinn, sem var á sjötugsaldri, var við vinnu á hafnarsvæðinu á Ísafirði í gær þegar slysið varð. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði og þaðan á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hann lést.

Rannsókn á tildrögum slyssins er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum og Vinnueftirlitsins. Starfsfélagi mannsins slasaðist lítils háttar.

Hinn hét látni Steinþór Steinþórsson. Hann var til heimilis á Ísafirði og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×