Innlent

Kannabisplöntur og þýfi fundust í húsleit

Fjörutíu kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar fundust við húsleit í íbúðarhúsi í Breiðholti í fyrrakvöld og lagði lögregla hald á þær.

Þá fundust líka ýmiss konar verkfæri, sem talin eru vera þýfi úr innbrotum. Tveir karlmenn á þrítugs- og fertugs aldri voru handteknir, en þeim var sleppt í gærkvöldi að yfirheryslum loknum. Fyrr í vikunni fundust kannabisplöntur í íbúðarhúsi við Kleppsveg.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×