Innlent

Eldur í gámi Sorpu í Mosfellsbæ

Mikill eldur logaði upp úr opnum gámi, fullum af notuðum hjólbörðum, þegar slökkviliðið kom á vettvang á athafnasvæði Sorpu í Mosfellsbæ í gærkvöldi.

Svo vel vildi til að veður var kyrrt og steig þykkur reykjarmökkurinn því beint upp í loftið í stað þess að leggjast yfir byggðina. Eldurinn var slökktur með kvoðu, en gaus upp aftur og var slökktur á ný. Eftir það var gámurinn tæmdur og slökktu í glæðum. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í dekkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×