Innlent

Leiðtogar ESB lýsa yfir stuðningi við og samstöðu með Íslandi

Leiðtogar Evrópusambandsins munu lýsa yfir stuðningi og samstöðu með Íslandi í tilkynningu sem send verður út seinna í dag. Þetta er ein af niðurstöðum toppfundar ESB sem lýkur í dag.

Reuters-fréttastofan greinir frá þessu en hún hefur undir höndum uppkast að yfirlýsingunni. Þar sem m.a. að alþjóðasamfélagið verði að sýna Íslandi stuðning í baráttu landsins við afleiðingar hins alvarlega fjárhagshruns sem leikið hefur Ísland grátt á undanförnum vikum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×