Lífið

Dr Spock hefja upptökur á næstu plötu

Sigríður Elva skrifar
Sjóararokkararnir í Dr Spock eru að tína saman hljóðfærin og ætla í stúdíó í kvöld að taka upp næstu plöta sína. Og það með hraði. Óttar Proppé, forsprakki sveitarinnar, segir upptökurnar standa fram á næstu helgi, en skífan mun líta dagsins ljós í sumar. „Það er engin ástæða til að hanga yfir þessu lengur en þörf er á."

Spock-menn uppskáru aðdáun og lof sjómannastéttarinnar fyrir lag sitt Hvar ertu nú? í forkeppni Júróvisjón í vetur, en lagið var nokkurs konar óður til sjómannsins. Aðspurður hvort fleiri sjómannaslagara verði að finna á nýju plötunni segir Óttar svo vera. „Það verður eitthvað sjómannaþema. Þetta eru samt ekki eintóm sjómannalög, meira bland í poka."

Þótt ótrúlegt megi virðast er ekki búið að bóka Dr. Spock á sjómannadaginn. Óttar segir sveitina ekki búna að finna sér draumastað til að spila á þennan hátíðisdag. „Ég vil ekki gera upp á milli hafna landsins, en einhvers staðar sem næst sjónum. Um borð í varðskipi væri ákjósanlegt."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.