Síminn stuðlar að ábyrgari Netnotkun 14. apríl 2008 16:51 Síminn hefur ákveðið að bjóða ADSL viðskiptavinum sínum á einstaklingsmarkaði ókeypis aðgang að Websense. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Websense sé „ein besta netvörn sem völ er á í heiminum í dag." Lausnin hefur fengið nafnið Netvari Símans og er veigamikill liður í að börn geti leitað sér upplýsinga og skemmtunar á Netinu á jákvæðan og öruggan hátt um leið og Netvarinn ver þau gegn viðsjárverðu efni. SAFT, sem er netverkefni Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra, fagnar sérstaklega þessari auknu þjónustu Símans en SAFT hefur lengi unnið að fræðslu og forvörnum um örugga notkun Netsins og annarra miðla. „Nýlegar rannsóknir sýna að mikill meirihluti foreldra hefur rætt við börn sín um öryggi á Netinu og er umhugað um þær hættur sem fylgt geta netnotkun barna," segir María Kristín Gylfadóttir, formaður Heimils og skóla en bætir við að það sé alls ekki markmið átaksins að banna alfarið netnotkun heldur þvert á móti að kenna börnum að sækja þangað fróðleik og skemmtun á öruggan og jákvæðan hátt. „Við teljum netvörn á borð við Websense stórt skref í átt til þess að vernda börn og unglinga ásamt því að nú geta foreldrar með beinum hætti stýrt hversu opið Netið er fyrir börnin." segir María. Í tilkynningu kemur fram að nýleg könnun SAFT á netnotkun barna og unglinga hafi leitt í ljós að 49% barna hafa heimsótt klámsíður af slysni og 27% hafa gert það af ásettu ráði. Af þeim sem nota spjallrásir á Netinu segja 41% barna að fólk sem þau hafa kynnst á Netinu hafi beðið þau að hitta sig augliti til auglitis. Þar af hefur 21% þeirra barna sem fara á spjallrásir hitt í eigin persónu einhvern sem þau kynntust á Netinu. „Við gerum okkur grein fyrir hættum þeim sem felast í notkun á Netinu. Það er hluti af samfélagslegri ábyrgð Símans að bjóða viðskiptavinum okkar að nýta sér Netvara Símans og með því styðja við það góða starf sem SAFT stendur fyrir," segir Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Símans. „Síminn mun setja Websense á allar ADSL tengingar hjá viðskiptavinum sínum á einstaklingsmarkaði og munu notendur sjálfir geta stýrt því hversu mikið lausnin síar út af Netinu með því að fara inn á þjónustuvef Símans og merkja við lokunarmöguleika. Þannig geta foreldrar til að mynda lokað fyrir síður sem innihalda klámfengið efni, lokað fyrir spjallsíður eða síður sem innihalda fjárhættuspil," segir Anna Björk. „Það er okkur mikilvægt að svara kröfum viðskiptavina um aukið öryggi á Netinu og ætlum við því að veita viðskiptavinum okkar þessa þjónustu þeim að kostnaðarlausu. Þannig leggjum við okkar að mörkum til að verja börn og unglinga gegn sumu af því óæskilega efni sem er að finna á Netinu." Anna Björk segir slíka netvörn einnig henta fyrirtækjum en Netvarinn verður einnig í boði fyrir fyrirtæki gegn gjaldi. Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Síminn hefur ákveðið að bjóða ADSL viðskiptavinum sínum á einstaklingsmarkaði ókeypis aðgang að Websense. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Websense sé „ein besta netvörn sem völ er á í heiminum í dag." Lausnin hefur fengið nafnið Netvari Símans og er veigamikill liður í að börn geti leitað sér upplýsinga og skemmtunar á Netinu á jákvæðan og öruggan hátt um leið og Netvarinn ver þau gegn viðsjárverðu efni. SAFT, sem er netverkefni Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra, fagnar sérstaklega þessari auknu þjónustu Símans en SAFT hefur lengi unnið að fræðslu og forvörnum um örugga notkun Netsins og annarra miðla. „Nýlegar rannsóknir sýna að mikill meirihluti foreldra hefur rætt við börn sín um öryggi á Netinu og er umhugað um þær hættur sem fylgt geta netnotkun barna," segir María Kristín Gylfadóttir, formaður Heimils og skóla en bætir við að það sé alls ekki markmið átaksins að banna alfarið netnotkun heldur þvert á móti að kenna börnum að sækja þangað fróðleik og skemmtun á öruggan og jákvæðan hátt. „Við teljum netvörn á borð við Websense stórt skref í átt til þess að vernda börn og unglinga ásamt því að nú geta foreldrar með beinum hætti stýrt hversu opið Netið er fyrir börnin." segir María. Í tilkynningu kemur fram að nýleg könnun SAFT á netnotkun barna og unglinga hafi leitt í ljós að 49% barna hafa heimsótt klámsíður af slysni og 27% hafa gert það af ásettu ráði. Af þeim sem nota spjallrásir á Netinu segja 41% barna að fólk sem þau hafa kynnst á Netinu hafi beðið þau að hitta sig augliti til auglitis. Þar af hefur 21% þeirra barna sem fara á spjallrásir hitt í eigin persónu einhvern sem þau kynntust á Netinu. „Við gerum okkur grein fyrir hættum þeim sem felast í notkun á Netinu. Það er hluti af samfélagslegri ábyrgð Símans að bjóða viðskiptavinum okkar að nýta sér Netvara Símans og með því styðja við það góða starf sem SAFT stendur fyrir," segir Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Símans. „Síminn mun setja Websense á allar ADSL tengingar hjá viðskiptavinum sínum á einstaklingsmarkaði og munu notendur sjálfir geta stýrt því hversu mikið lausnin síar út af Netinu með því að fara inn á þjónustuvef Símans og merkja við lokunarmöguleika. Þannig geta foreldrar til að mynda lokað fyrir síður sem innihalda klámfengið efni, lokað fyrir spjallsíður eða síður sem innihalda fjárhættuspil," segir Anna Björk. „Það er okkur mikilvægt að svara kröfum viðskiptavina um aukið öryggi á Netinu og ætlum við því að veita viðskiptavinum okkar þessa þjónustu þeim að kostnaðarlausu. Þannig leggjum við okkar að mörkum til að verja börn og unglinga gegn sumu af því óæskilega efni sem er að finna á Netinu." Anna Björk segir slíka netvörn einnig henta fyrirtækjum en Netvarinn verður einnig í boði fyrir fyrirtæki gegn gjaldi.
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira