Innlent

Hætt við badmintonmót vegna dollaraverðs

Ólympíufarinn Ragna Ingólfsdóttir.
Ólympíufarinn Ragna Ingólfsdóttir.

Stjórn Badmintonsambands Íslands hefur ákveðið að fella niður alþjóðlega badmintonmótið Iceland Spron International sem átti að fara fram hér á landi 6. til 9.nóvember næstkomandi vegna skorts á dollurum.

Einn stærsti útgjaldaliður mótsins er verðlaunafé sem greitt er í dollurum sem hafa hækkað um helming frá síðasta ári auk þess sem annar erlendur kostnaður hefur hækkað af sama skapi. ,,Stærsti styrktaraðili mótsins Spron hefur þó staðið við sín loforð varðandi mótið," segir í tilkynningu.

Mótið er hluti af Evrópsku mótaröðinni og gefur stig inn á heimslistann.

Badmintonsambandið hefur hug á því að halda opið mót þessa sömu helgi ásamt Spron þar sem erlendum gestum er boðin þátttaka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×