Erlent

Er farmiðinn til tunglsins að verða of dýr?

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Félagarnir þrír sem eyddu aðfangadegi ársins 1968 um borð í Apollo 8.
Félagarnir þrír sem eyddu aðfangadegi ársins 1968 um borð í Apollo 8.

NASA fagnar nú 40 ára afmæli fyrstu hringferðarinnar um tunglið en kostnaður setur spurningarmerki við geimferðir framtíðarinnar.

Það var einmitt á aðfangadag jóla árið 1968 sem þeir félagar Frank Borman, Jim Lovell og Bill Anders hófu ferð sína um borð í Apollo 8 en þeir flugu fyrstir manna kringum tunglið. Ferð þremenninganna var eins konar könnunarleiðangur fyrir mun frægari ferð sem farin var í júlí 1969 og vart þarf að nefna en þar er um að ræða fyrstu lendingu manna á tunglinu.

Alls þessa er nú minnst hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA en um leið bíða menn þess sem verða vill þar sem bandaríska þingið spyr sig þeirrar áleitnu spurningar hvort stór leiðangur til tunglsins árið 2020 borgi sig hreinlega. Þá var öldin önnur er Gaukur bjó á Stöng og vissulega er efnahagsumhverfi heimsins annað en það var þegar glæstar geimferðaáætlanir voru samdar.

NASA lítur nú bænaraugum til forsetans verðandi, Baracks Obama, sem að minnsta kosti segist vera jákvæður í garð tunglferða enda hafi hann alist upp með Star Trek-þættina alræmdu á skjánum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×