Erlent

Dick Cheney talinn verstur varaforseta

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Dick Cheney er álitinn versti Bandaríkjaforsetinn frá upphafi vega að áliti fjórðungs Bandaríkjamanna.
Dick Cheney er álitinn versti Bandaríkjaforsetinn frá upphafi vega að áliti fjórðungs Bandaríkjamanna.

Fjórðungur Bandaríkjamanna er þeirrar skoðunar að Dick Cheney sé versti varaforseti sem gegnt hefur embætti í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar sem CNN opinberaði í gær.

Cheney mun þó í janúar hverfa frá embætti sínu sem áhrifamesti varaforsetinn fram að þessu en hann átti ríkari þátt í að stjórna Bandaríkjunum en nokkur forveri hans. Aðeins eitt prósent þeirra sem CNN spurði taldi Cheney besta varaforsetann fram að þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×