Erlent

Danir ósáttir við tölvur og farsíma

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt sérstaklega en hún er af hinum nýja iPhone sem kom á markaðinn í sumar.
Myndin tengist ekki þessari frétt sérstaklega en hún er af hinum nýja iPhone sem kom á markaðinn í sumar.

Danir kvarta mest yfir tölvum og farsímum af öllum neytendavarningi þar í landi. Þetta kemur fram í ársskýrslu dönsku neytendasamtakanna en símalínur þeirra eru rauðglóandi þessa dagana vegna kvartana yfir göllum í þessum búnaði.

Varaformaður samtakanna segir þetta ofureðlilegt í ljósi þess að þarna sé á ferð viðkvæmasti rafeindabúnaðurinn sem eðli málsins samkvæmt sé viðkvæmastur fyrir hvers kyns bilunum og göllum. Svo rammt kveður að þessu að mörgum símum og tölvum fylgja nú bæklingar um réttindi kaupandans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×