Erlent

Risavinningurinn el gordo dreifðist víða

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Menn hafa ýmsar aðferðir við að festa sér happatölurnar í minni. Sumir raka þær hreinlega í hnakkann á sér.
Menn hafa ýmsar aðferðir við að festa sér happatölurnar í minni. Sumir raka þær hreinlega í hnakkann á sér.

Mörg þúsund vinningshafar deildu með sér 360 milljarða króna risavinningi spænska lottósins sem gengur undir nafninu sá feiti, eða el gordo, í gær. Töluvert var um að Bretar, búsettir á Spáni, keyptu sér miða í von um að hreppa væna flís af feitum sauð og sumum varð svo sannarlega að ósk sinni.

Bareigandi nokkur í bænum Soria baðaði sig í freyðivíninu cava eftir að hafa hreppt upphæð sem svarar til 16 milljarða króna í lottóinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×