Lífið

„Ég get ekki stigið á jörðina ég er svo glaður," segir Beggi nýbakaður afi

Afarnir Pacas og Beggi.
Afarnir Pacas og Beggi.

„Ég er hamingjusamasti maður í heimi," svarar Guðbergur Garðarsson betur þekktur sem Beggi þegar Vísir óskar honum og Pacas til hamingju með afabarnið þeirra sem fæddist í morgun.

„Ég get ekki stigið á jörðina ég er svo glaður," segir Beggi.

„Þetta er annað afabarnið mitt. Sonur minn, frumburðurinn minn, eignaðist dreng."

„Við erum að fara upp á spítala. Við getum ekki beðið eftir að fara og sjá barnið. Já við erum í skýjunum. Þetta er æðislegt," segir Beggi sem er ásamt Pacas á fullu að eigin sögn að elda frá hjartanu út um allt land næstu vikur og mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.