Innlent

Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir bræðrum

Í dag var tekin fyrir í Héraðsdómi Reyjaness krafa lögreglunnar á Suðurnesjum um að tveir bræður, Jóhannes Páll og Ari Sigurðarsynir, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald.

Þeir eru grunaðir um að hafa staðið að innflutningi á fjórum og hálfu kílói af amfetamíni og sex hundruð grömmum af kókaíni með hraðsendingu. Auk þeirra eru tveir aðilar til viðbótar í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Annþór Kristján Karlsson og Tómas Kristjánsson, starfsmaður UPS hraðsendingarfyrirtækisins.

Lögreglan krafðist þess í dag að bræðurnir sitji í gæsluvarði til 21. febrúar næstkomandi. Bræðurnir mótmæltu kröfunni. Samkvæmt heimildum Vísis tók dómari sér eins dag umhugsunarfrest til þess að íhuga málið en hann mun skila niðurstöðu á mogun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×