Lögregla í Nýja-Sjálandi hefur bannað karlkyns Borat aðdáendum að klæðast einkennisklæðnaði hans, efnislitlum neongrænum „sundfatnaði" á rúgbý keppnum.
Löng hefð er fyrir því að áhorfendur á Sevens ruðningsmótinu í Wellington klæðist grímubúningum, en Boratbúningarnir verða ekki þeirra á meðal á næsta móti.
Í fyrra fengu áhorfendur óáreittir að klæðast sundbolnum kynþokkafulla. Lögregla hefur nú lagt blátt bann við öllu slíku, til að vernda viðkvæma blygðunarkennd yngri áhorfenda.
Lögreglumaður í viðtali hjá New Zealand TV bað ruðningsaðdáendur um að „hafa sómatilfinningu", og sagði að enginn í sjálflýsandi g-strengs sundbol slyppi fram hjá vökulum augum öryggisvarða á leikjunum.
