Nýr meirihluti er uppvakningur 15. ágúst 2008 12:33 Formaður Samfylkingar kallar nýjan meirihluta í borgarstjórn uppvakning og segir myndun hans harmleik. Formaður Sjálfstæðisflokksins segist hins vegar ánægður með meirihlutann. „Þetta er náttúrlega orðinn soddann harmleikur eða farsi, ég veit ekki hvort heldur maður á að segja, í borginni að það tekur því eiginlega ekki að vera að tjá sig um það. En þetta er uppvakningur og samkvæmt íslenskri þjóðtrú eru þeir verri en draugurinn sjálfur," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eftir fund ríkisstjórnarinnar í dag. Aðspurð segir hún að þetta hafi ekki áhrif á stjórnarsamstarfið. „Við höfum séð meirihluta koma og fara í Reykjavík og víða um landið og við erum ekkert að velta því fyrir okku. Við höldum bara okkar striki í þeirri vinnu sem við erum að gera," segir Ingibjörg. Sjálfstæðisflokkurinn byrjaði ekki þennan dansMYND/Stöð 2Geir H. Haarde var öllu ánægðari. „Mér líst vel á hann og ég er afar ánægður að það sé komin niðurstaða í þetta úr því að svo fór að það slitnaði upp úr fyrra samstarfi. Og ég held að þegar menn horfi til baka á þetta kjörtímabil þá verður þetta kjörtímabil Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks með tíu mánaða fráviki," sagði Geir. Hann sagði enn fremur að hann væri ekki vafa um að samstarfið héldi út kjörtímabilið.Aðspurður hvort Sjálfstæðisflokknum væri stætt á því að bjóða borgarbúum upp á þennan hringlandahátt svaraði Geir: „Það var nú ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem byrjaði þennan dans en það er hans að tryggja að það verði traustur meirihluti út kjörtímabilið og ég treysti Framsóknarflokknum mjög vel í því samstarfi," segir forsætisráðherra. Tengdar fréttir Sama staða og hjá fráfarandi meirihluta Marsilbil Sæmundardóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, styður ekki meirihluta flokksins og Sjálfstæðisflokksins sem myndaður var í gærkvöld. Þetta segir hún í samtali við Fréttablaðið í dag. 15. ágúst 2008 08:11 Vonar að Marsibil fylgi Óskari þegar upp er staðið Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins segir að Óskar Bergsson hafi fylgt sannfæringu sinni þegar hann ákvað mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum í borgarstjórn í gær. Hann segir að afstaða Marsibil Sæmundardóttur sé harðari en hann átti von á. 15. ágúst 2008 09:54 Marsibil: Óskar er ógeðslega fúll út í mig Marsibil Sæmundardóttir, sem er önnur á lista Framsóknarflokks í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki getað hugsað sé að starfa með núverandi borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokks í nýjum meirihluta. Það skýri þá ákvörðun hennar að starfa ekki með meirihlutanum. 15. ágúst 2008 11:09 Annar varamaður Framsóknar ekki í Framsókn Ásrún Kristjánsdóttir hönnuður sem, skipaði 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í seinustu borgarstjórnarkosningum, er ekki lengur í flokknum. Marsibil Sæmundsdóttir, varaborgarfulltrúi, styður ekki nýjan meirihluta. 15. ágúst 2008 11:30 Óskar staðfestir að Marsibil styðji ekki nýja meirihlutann Marsibil Sæmundardóttir, sem er varaborgarfulltrúi fyrir Óskar Bergsson í Framsóknarflokknum, mun ekki starfa með nýmynduðum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík. Þetta kom í ljós eftir samtal Óskars og Marsibil í morgun. 15. ágúst 2008 10:46 Össur: Lagt af stað með skip sem þarf ekki sker til að steyta á Skiptar skoðanir eru innan ríkisstjórnarinnar um nýjan meirihluta framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg. 15. ágúst 2008 10:13 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Formaður Samfylkingar kallar nýjan meirihluta í borgarstjórn uppvakning og segir myndun hans harmleik. Formaður Sjálfstæðisflokksins segist hins vegar ánægður með meirihlutann. „Þetta er náttúrlega orðinn soddann harmleikur eða farsi, ég veit ekki hvort heldur maður á að segja, í borginni að það tekur því eiginlega ekki að vera að tjá sig um það. En þetta er uppvakningur og samkvæmt íslenskri þjóðtrú eru þeir verri en draugurinn sjálfur," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eftir fund ríkisstjórnarinnar í dag. Aðspurð segir hún að þetta hafi ekki áhrif á stjórnarsamstarfið. „Við höfum séð meirihluta koma og fara í Reykjavík og víða um landið og við erum ekkert að velta því fyrir okku. Við höldum bara okkar striki í þeirri vinnu sem við erum að gera," segir Ingibjörg. Sjálfstæðisflokkurinn byrjaði ekki þennan dansMYND/Stöð 2Geir H. Haarde var öllu ánægðari. „Mér líst vel á hann og ég er afar ánægður að það sé komin niðurstaða í þetta úr því að svo fór að það slitnaði upp úr fyrra samstarfi. Og ég held að þegar menn horfi til baka á þetta kjörtímabil þá verður þetta kjörtímabil Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks með tíu mánaða fráviki," sagði Geir. Hann sagði enn fremur að hann væri ekki vafa um að samstarfið héldi út kjörtímabilið.Aðspurður hvort Sjálfstæðisflokknum væri stætt á því að bjóða borgarbúum upp á þennan hringlandahátt svaraði Geir: „Það var nú ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem byrjaði þennan dans en það er hans að tryggja að það verði traustur meirihluti út kjörtímabilið og ég treysti Framsóknarflokknum mjög vel í því samstarfi," segir forsætisráðherra.
Tengdar fréttir Sama staða og hjá fráfarandi meirihluta Marsilbil Sæmundardóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, styður ekki meirihluta flokksins og Sjálfstæðisflokksins sem myndaður var í gærkvöld. Þetta segir hún í samtali við Fréttablaðið í dag. 15. ágúst 2008 08:11 Vonar að Marsibil fylgi Óskari þegar upp er staðið Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins segir að Óskar Bergsson hafi fylgt sannfæringu sinni þegar hann ákvað mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum í borgarstjórn í gær. Hann segir að afstaða Marsibil Sæmundardóttur sé harðari en hann átti von á. 15. ágúst 2008 09:54 Marsibil: Óskar er ógeðslega fúll út í mig Marsibil Sæmundardóttir, sem er önnur á lista Framsóknarflokks í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki getað hugsað sé að starfa með núverandi borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokks í nýjum meirihluta. Það skýri þá ákvörðun hennar að starfa ekki með meirihlutanum. 15. ágúst 2008 11:09 Annar varamaður Framsóknar ekki í Framsókn Ásrún Kristjánsdóttir hönnuður sem, skipaði 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í seinustu borgarstjórnarkosningum, er ekki lengur í flokknum. Marsibil Sæmundsdóttir, varaborgarfulltrúi, styður ekki nýjan meirihluta. 15. ágúst 2008 11:30 Óskar staðfestir að Marsibil styðji ekki nýja meirihlutann Marsibil Sæmundardóttir, sem er varaborgarfulltrúi fyrir Óskar Bergsson í Framsóknarflokknum, mun ekki starfa með nýmynduðum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík. Þetta kom í ljós eftir samtal Óskars og Marsibil í morgun. 15. ágúst 2008 10:46 Össur: Lagt af stað með skip sem þarf ekki sker til að steyta á Skiptar skoðanir eru innan ríkisstjórnarinnar um nýjan meirihluta framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg. 15. ágúst 2008 10:13 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Sama staða og hjá fráfarandi meirihluta Marsilbil Sæmundardóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, styður ekki meirihluta flokksins og Sjálfstæðisflokksins sem myndaður var í gærkvöld. Þetta segir hún í samtali við Fréttablaðið í dag. 15. ágúst 2008 08:11
Vonar að Marsibil fylgi Óskari þegar upp er staðið Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins segir að Óskar Bergsson hafi fylgt sannfæringu sinni þegar hann ákvað mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum í borgarstjórn í gær. Hann segir að afstaða Marsibil Sæmundardóttur sé harðari en hann átti von á. 15. ágúst 2008 09:54
Marsibil: Óskar er ógeðslega fúll út í mig Marsibil Sæmundardóttir, sem er önnur á lista Framsóknarflokks í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki getað hugsað sé að starfa með núverandi borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokks í nýjum meirihluta. Það skýri þá ákvörðun hennar að starfa ekki með meirihlutanum. 15. ágúst 2008 11:09
Annar varamaður Framsóknar ekki í Framsókn Ásrún Kristjánsdóttir hönnuður sem, skipaði 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í seinustu borgarstjórnarkosningum, er ekki lengur í flokknum. Marsibil Sæmundsdóttir, varaborgarfulltrúi, styður ekki nýjan meirihluta. 15. ágúst 2008 11:30
Óskar staðfestir að Marsibil styðji ekki nýja meirihlutann Marsibil Sæmundardóttir, sem er varaborgarfulltrúi fyrir Óskar Bergsson í Framsóknarflokknum, mun ekki starfa með nýmynduðum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík. Þetta kom í ljós eftir samtal Óskars og Marsibil í morgun. 15. ágúst 2008 10:46
Össur: Lagt af stað með skip sem þarf ekki sker til að steyta á Skiptar skoðanir eru innan ríkisstjórnarinnar um nýjan meirihluta framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg. 15. ágúst 2008 10:13