Erlent

Svíar senda skriðdreka til Afganistans

Óli Tynes skrifar

Svíar hafa ákveðið að senda skriðdreka til Afganistans vegna harðnandi átaka þar.

Sænskar hersveitir eru í Mazar-e-Sharif í norðurhluta landsins og þar hefur verið fremur rólegt. Talibanar eru hinsvegar að sækja í sig veðrið um allt land og því hefur verið ákveðið að senda skriðdreka hermönnunum til varnar.

Jafnframt ætla Svíar að senda þangað mannlausar njósnaflugvélar. Mörg þeirra ríkja sem hafa hermenn í Afganistan hafa þegar sent skriðdreka vegna harðnandi átaka, meðal annars Danir sem halda til í Helman héraði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×