Erlent

Ríkissaksóknari Írans telur Barbie hættulega

Ríkissaksóknari Íran hefur krafist þess að hömlur verði settar á innflutning vestrænna leikfanga þar sem þau spilli æsku landsins.

Saksóknarinn segir að leikföng á borð við Barbie og Batman dúkkur og Harry Potter hafi neikvæðar félagslegar afleiðingar.

Vestræn menning verður æ vinsælli í Íran og virðist það valda ráðamönnum þar töluverðu hugarangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×